Það getur verið alveg dásamlegt að hitta á gott samstarf þegar maður er í þjónustu starfi sem ljósmyndun svo sannarlega er. Í desember seinastliðnum og aftur í nýliðnum janúar átti ég frábært samstarf með Önnu Hanson sem er innanhúss arkítekt. Ég fékk að fara í fyrirtæki og inn á heimili og mynda hennar verk.
Skrifstofa
Síðan hennar - www.anima.is en hún hefur starfað undir því nafni um árabil. Sjálfur sá ég um allar myndirnar á síðunni hjá henni og mæli eindregið með henni Önnu sem er hvers manns hugljúfi ef þú ert að leita og fallegum og praktískum lausnum. Hvort sem er inn á heimili eða í fyrirtæki.
Baðherbergi