Ég fékk núna í haust að fara í stórskemmtilega ferð með ljósmynda meistaranum mínum, Christopher Lund, sem hefur verið að leiðsegja erlendum ljósmyndurum um landið. Förinni var heitið á Vestfirði og lögðum við upp með að þræða firðina og fikra okkur svo norður upp á strandir. Miðað við árstíma verður að segjast að við fengum frábær veðurskilyrði. Á leiðinni til baka stoppuðum við tvo daga á Snæfellsnesi og enduðum túrinn við Hraunfossa í Borgarfirði þar sem haustlita dýrðin lék við okkur. Ferðin var skipulögð fyrir erlendann kúnna og ég fékk að fljóta með sem aðstoðarmaður og burðardýr.
Hraunfossar í haustlitadýrð - Þessi fór á vegginn heima.
Þar sem kúnninn var bara einn að þessu sinni að þá fékk ég talsvert frelsi til þess að mynda og verð að segja að ég er nú bara nokkuð ánægður með afrakstur ferðarinnar. Svo ánægður að í fyrsta skipti tók ég á mig rögg og prentaði út eina af myndunum og hengdi upp heima. Það hefur ekki gerst áður að ég hafi hengt upp ljósmynd eftir mig sjálfann mig heima svo þetta hljóta að teljast nokkur tímamót.
Fjallið Ernir við Bolungarvík





