Gipsy dude!
Það gerist ekki oft að ég bregði mér i módelstörf, nema þá kannski helst hjá mér sjálfum. Í gær var þó undatekning þar á þar sem ég var fenginn til þess að hjóla á fjallahjóli í kynningar myndbandi sem endaði með því að ég steyptist fram fyrir mig. Atvikið náðist að sjálfsögðu á myndband og það er aldrei að vita nema að það verði birt hér síðar.
Ég er hinsvegar ekki af baki dottinn og mun halda ótrauður áfram í jólamyndatökum og öðrum verkefnum.
Uppskeran er hinsvegar hugsanlega brotið bátsbein í úlnlið í versta falli en í besta falli bara slæm tognun. Samkvæmt röntgen mynd lítur þetta nokkuð vel út og ekkert brot að sjá og gipsið því eingöngu varúðar ráðstöfun.
Ef allt fer á besta veg verð ég sloppinn úr prísundinni eftir 10 daga.
Myndin var tekin sem prófun á þvi hvort ég gæti nú ekki örugglega staðið við mitt í stúdíóinu með hendina bundna í gips og þetta gekk allt saman áfallalaust fyrir sig.