Þegar ég var plötusnúður í gamla daga komu oft upp tímabil þar sem langaði jafnvel ekkert til þess að fara út að spila langt fram á nótt. Mér fannst eins og ég ætti eftir að fá leið á því sem ég var að spila. Sá bara ekki gleðina í þessu.
Ég leysti þetta stundum með því að hlusta viljandi á eins leiðinlega tónlist og ég gat til þess eins að geta notið tónlistarinnar “minnar” betur um kvöldið. Nánast undantekningalaust bar þetta árangur.
Read More
Nú er hönnunarmars í fullum gangi á farsældar fróni og fyrir áhugasama vil benda á að það er hægt að skoða hvaða viðburðir eru í gangi hér. Ég hef alveg svakalega gaman að því að takast á við verkefni sem er ögrandi á einhvern hátt. Eitthvað sem ég hef ekki fengist við áður. Því fylgir ákveðin spenna sem er ólýsanleg en er ótrúlega ávanabindandi. Þetta er eitthvað sem er ekkert endilega bundið við ljósmyndun en er engu að síður eitthvað sem mér finnst alveg nauðsynlegt, mæli eindregið með þessu!
Read More
1. mars er að verða með merkilegri dögum í seinnitíma sögu Íslands. Það var á þessum degi árið 1989 sem bjórþyrstir einstaklingar landsins lögðu bjórlíkinu og laumuðu sér í ríkið og nældu sér í Löwenbrau. Það hefur margt vatnið runnið til sjávar síðan og er óhætt að segja að hér sé að myndast hin ágætasta bjórmenning þar sem árstíðabundnir sérbjórar eru vinsæl hjá landanum og flóran alltaf að aukast.
Read More
Það er sjaldan lognmolla þegar ungviði landsins mætir í myndatöku. Enda
skrítið og spennandi að koma á nýja staði þegar maður er svona lítill.
Read More
Það er ekki á vísann að róa veðurlega séð í byrjun febrúar. Það er því óhætt að segja að ég hafi sjaldan, jafnvel aldrei fylgst jafn vel með veður spá og dagana fyrir 02. febrúar síðastliðinn. Ég var búinn að taka að mér að mynda brúðkaup þeirra Ástu og Jakobs og þeirra heitiasta ósk var að geta myndað úti. Dagana fyrir brúðkaupið var spáin satt best að segja ekki árennileg.
Read More
Nú fer að líða að fermingum og af því tilefni láta margar fjölskyldur taka myndir af börnum sínum þegar þau standa á þessum merku tímamótum. Núna nýverið fékk ég til mín hana Hildi sem er að fermast um komandi páska. Hún vildi láta taka mynd af sér fyrir boðskortið í ferimnguna sjálfa sem mér finnst bráðskemmtilegt.
Read More
Ég þarf ekki að fara langt aftur í tíma til þess finna í mér gengdarlausa gremju gagnvart HDR myndum. Það er svo að mínu mati að HDR er gríðarlega vandmeðfarið en jafnframt öflugt tól í vopni nútíma ljósmyndarans. Eftir að ég fór að prófa þetta sjálfur fór ég nefninlega fljótlega að sjá ljósið. Ef við veltum því aðeins upp hvað HDR er (e.High dynamic range) að þá er það ekkert annað en aðferð sem við getum beitt við myndatökur til þess eins að auka tónsvið myndavélarinnar.
Read More
Það getur verið alveg dásamlegt að hitta á gott samstarf þegar maður er í þjónustu starfi sem ljósmyndun svo sannarlega er. Í desember seinastliðnum og aftur í nýliðnum janúar átti ég frábært samstarf með Önnu Hanson sem er innanhúss arkítekt. Ég fékk að fara í fyrirtæki og inn á heimili og mynda hennar verk.
Read More